Úthlutunarreglur Menningarráð Vesturlands
vegna verkefnastyrkja 2014.
Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2013
1. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi samkvæmt samningi sveitarfélaga á Vesturlandi, Menntamálaráðuneytis og Iðnaðarráðuneytis.
2. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi.
3. Árið 2014 mun Menningarráð Vesturlands leggja áherslu á:
- Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum í listum, nýsköpun og ferðaþjónustu.
- Verkefni sem styrkja listræna sköpun og samstarf ungs fólks á Vesturlandi.
- Verkefni sem styrkja listræna sköpun og hugsun í verkefnum barna og unglinga.
- Verkefni sem undirbúa og efla samstarf á Vesturlandi, milli landsvæða og landa.
4. Styrkir ráðsins geta aldrei numið hærri fjárhæð en helmingi alls kostnaðar.
5. Umsókninni skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um skipuleggjendur.
6. Umsækjandi ber ábyrgð á að fullnægjandi leyfi séu fyrir framkvæmd verkefnis og notkun heimilda ef þarf, sem og öðrum þáttum verkefnisins.
7. Menningarráð Vesturlands og styrkþegi gera með sér sérstakan samning sem m.a. kveður á um fyrirkomulag greiðslu, lokaskýrslu og eftirfylgni.
8. Menningarráðið leggur áherslu á að styrkja nýsköpun og sjálfstæð verkefni en horfir síður til hefðbundnins menningarstarfs, rekstrar- eða stofnkostnaðar. Annað sem fellur utan verksviðs ráðsis má nefna: útgáfa geisladiska, undirbúningur eða útgáfa bóka, skráning upplýsinga, merking eða endurbætur húsnæðis, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, listiðnaður, almennar samkomur, (s.s. tónleikar og sýningar án sýnilegrar sérstöðu), safnaðarstarf og hefðbundið skólastarf. Ráðið styrkir ekki verkefni sem er lokið áður en ákvörðun um styrkveitingu hefur verið tekin.
9. Styrkþegi skal skila lokaskýrslu um framkvæmd og fjárhagsleg uppgjör verkefnisins fyrir 15. desember ár hvert. Að öðru leyti ber styrkþega að veita Menningarráði Vesturlands upplýsingar um framkvæmd verkefnisins þegar og ef eftir því er leitað. Hafi greinargerð um framkvæmd verkefnisins ekki borist Menningarráði Vesturlands fyrir 15. desember ár hvert fellur síðari hluti styrksins niður. Menningarráð áskilur sér rétt til endurkröfu styrkveitinga hafi verkefnið ekki verið unnið samkvæmt samningi.
10. Umsóknir þurfa að vera á eyðublöðum frá Menningarráðinu og póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag 1. desember 2013.