Fyrirspurn
Heim
Leita
Stćrsta Leturgerđ
Miđstćrđ Leturs
Minnsta Leturgerđ
7. júní 2013 12:37

Menningarviđburđir í byrjun sumars.

Á Vesturlandi blómstrar fjölbreytt menning ţegar skólunum lýkur og ţví frábćra grasrótarstarfi sem ţar er ađ finna, Ţá fer af stađ viđburđarflétta sumarsins á Vesturlandi.

Á vef Markađsstofu Vesturlands eru upplýsingar um ţađ sem er á döfinni hverju sinni.  Menningarráđ Vesturlands styrkir mörg ţessara frábćru sumarverkefna.

Viđ munum bćta viđ upplýsingum sem okkur berast um verkefni líđandi stundar í sumar.

 

Á 350 ára afmćli Árna Magnússonar sem fćddist ađ Kvennabrekku í Dölum skipulagđi stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum frćđum sex örsýningar um íslensk handrit sem settar eru upp sem nćst upprunastöđum handritanna. Eftirgerđum handrita verđur komiđ fyrir á sex stöđum á landinu, á eđa nálćgt ţeim stöđum ţađan sem Árni Magnússon fékk ţau.  Stađarhólsbók rímna  var sýnd í Saurbć, á Skarđsströnd, en flyst frá byrjun júní ađ Laugum í Sćlingsdal. Handritiđ er skinnbók frá fyrri hluta 16. aldar. Kjartan Sveinsson tónlistarmađur fóstrar eftirgerđina en hann ásamt Steindóri Andersen opnuđu sýninguna međ ţví ađ flytja rímur úr Skarđsbók rímna. Sýningin og viđburđir eru haldnir í samvinnu viđ Byggđasafn Dalamanna og Nýpurhyrnu ehf. ađ Nýp á Skarđsströnd.  Frćđari er Rósa Ţorsteinsdóttir. Í byrjun skólaárs mun verđa sérstök kynning fyrir skólanemendur í Búđardal.

 

Ţá opnar sýning í Ólafsdal um Guđríđi og konurnar í Ólafsdal 29. júní, Sýningin er um nám og störf kvenna í Ólafsdalsskólanum mjög áhugaverđ sýning. Frá 13. júlí til 15. ágúst 2013 verđur opiđ frá kl . 13-17 daglega.

Ólafsdalshátíđin verđur 11. ágúst.

 

Í Landnámssetrinu í Borgarnesi verđur sýningin 7 börn í sjó. Ţađ eru tréskurđarmyndir eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur frá Stykksihólmi. Flest vekin eru byggđ á íslneskum ţjóđsögum og ţjóđtrú. Einstök sýning ekki missa af henni.

Í Safnahúsi Borgarness eru tvćr sýningar sem gaman er ađ skođa međ fólki á öllum aldir. Börn í 100 ár, og sýning um fugla sem sett var upp í vor. Hvorutveggja mjög fallegar sýningar. 

 

Á vegum Norska Hússins í Stykkishólmi er til sýnis heimildarmynd um Steinţór Sigurđsson leikmyndahönnuđ og listmálara. Sýningarnar fara fram í risi Ráđhússins, ásamt fjölda annarra myndverka sem tengjast leikhúsvinnu hans og list. Höfundur myndarinnar er Anna Ţóra Steinţórsdóttir dóttir listamannsins. Sýningartímar eru auglýstir á vef Norska Hússins og standa yfir frá 1. júní til -30. ágúst.

Nýjar myndir – gömul tćkni Ljósmyndasýning eftir Hörđ Geirsson. frá 1. júní – 14. júlí.

„Ţjóđhetjur“ Finnur Arnarsson, myndlistarmađur sýnir ljósmyndir. 17.júní – 30. ágúst.

19. júlí – 18. oktober 2013 opnar í Norska húsinu Grćna byltingin- sjálfbćrni og myndlist mćtast- samstarf viđ Frćđsludeild Listasafns Reykjavíkur, Náttúrustofu Vesturlands .

Ţá eru fjölbreyttir tónleikar í Stykkishólmskirkju, bćđi orgeltónleikar, ţar sem nýja orgeliđ er tekiđ til kostanna af fjölda organista. Djass og tónleikar međ lögum Elvis Presley. sjá nánar á heimasíđu.  www.stykkisholmskirkja.is

 

Í Átthagastofunni og Pakkhúsinu í Snćfellsbć er alltaf eittvađ ađ gerast, myndlistarsýning Vigdísar Bjarnadóttur stendur yfir en auk fastrar sýningar í Pakkhúsinu er starfrćkt kaffihús rekiđaf handverksfólki í Snćfellsbć.

 

Ţađ verđur tekiđ á móti geimverum í leikhúsinu Frystiklefanum leikhúsi á Rifi í sumar.  Kári Viđarsson stofnandi leikhússins segir hlutverk ţess einnig ađ veita skapandi listamönnum ađstöđu og athvarf til ađ sinna verkefnum sínum í rólegu umhverfi undir Jökli, ţar sem dulafullir atburđir og sterkir straumar af jöklinum hafa mikil áhrif. ( nánar á heimasíđu.)

 

ÍsNord tónlistarhátíđin hefst fimmtudaginn 13. júní í Hjálmakletti.  Hljómsveitin Waveland og Quintet Heimis Klemenzsonar.  Í Reykholtskirkju 14.júní kl 20.00 Lagt á djúpiđ međ kontraaltsöngkonunni Margréti Brynjarsdóttur og Jónínu Arnardóttur píanóleikari, stjórnandi hátíđarinnar.  15. júní kl 16:00 útitónleikar í Englendingavík Ţóra Sif Svansdóttir jazzsöngkona og Birgir Ţórisson hljómborđsleikari. Tónlistarhátíđinni lýkur međ stofutónleikum í Borgarnesi. Theodora Ţorsteinsdóttir söngkona býđur til stofutónleika ađ kveldúlfsgötu 23. kl 14:30 og Zsuzanna Budai píanóleikari býđur til stofutónleika ađ Böđvarsgötu 13 . kl 16:00.

 

Á Akranesi verđur fjölbreytt dagskrá sem hćgt er ađ skođa á vef bćjarins, Norđurlandameistaramót í eldsmíđi á Akranesi, 16. ágúst, sjá nánar á www.museum.is  Ljósmyndasýningar í Vitanum og listsýningar af tilefni 90 ára afmćlis Kirkjuhvols. Einnig er listsýning í Garđalundi sem hefur stađiđ yfir í ár Afstađa – AF stađ. Sýningunni átti ađ ljúka 30. september 2012,  en ţađ ţótti mjög áhugavert ađ sjá hvernig hún stćđist veturinn og voriđ.

 

Í Reykholti og Snorrastofu er fjöldi tónleika á döfinni og ný sýning  var opnuđ í vor, um ćvi og samtíđ Snorra Sturlusonar.

Reykholtshátíđin er 26.- 28. júlí2013. Sjá nánar á heimasíđu www.reykholtshatid.is


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta

Menningarráđ Vesturlands | Bjarnarbraut 8 | menning@vesturland.is | 433 2313 og 892 5290